Íþróttir
Öruggur sigur Þórs á Fjölnisstúlkum
27.03.2024 kl. 11:00
Þórsliðið fyrir úrslitaleik bikakeppninnar í Laugardalshöllinni síðastliðinn laugardag. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson
Kvennalið Þórs vann öruggan sigur, 88:65, á liði Fjölnis í Reykjavík í gærkvöldi í Subway deildinni, efstu deild Íslandsmótsins í körfubolta. Enga tölfræði er því miður að finna um leikinn á vef Körfuknattleikssambandsins.
Lið Þórs og Vals eru efst og jöfn í neðri hluta deildarinnar með 11 sigra í 21 leik, en Valur vann öruggan sigur á Snæfelli í gærkvöldi. Ein umferð er eftir og þá mætast Þór og Valur á Akureyri, miðvikudaginn 3. apríl. Sigurliðið endar í sjötta sæti deildarkeppninnar, hitt í sjöunda sæti. Að því loknu tekur við átta liða úrslitakeppni um Íslandsmeistaratitilinn og í átta liða úrslitunum mæta Þórsstelpurnar annað hvort liði Grindavíkur eða Njarðvíkur.