Íþróttir
Njarðvíkingar reyndust einu númeri of stórir
17.10.2023 kl. 21:30
Lore Devos í leiknum í kvöld. Hún gerði 21 stig og tók 8 fráköst. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson
Þór tapaði fyrir Njarðvík í kvöld, 78:65, í Subway deild kvenna, efstu deild Íslandsmótsins í körfubolta. Fyrri hálfleikur í Höllinni á Akureyri var jafn og gestirnir aðeins fjórum stigum yfir í hálfleik en frammistaða beggja liða í þriðja leikhluta skipti sköpum.
- Skorið eftir leikhlutum: 13:17 – 16:16 – (29:33) – 17:28 – 19:17 – 65:78
Þórsarar voru reyndar klaufar að vera ekki með forystu í hálfleik því þeir misstu boltann nokkrum sinnum afar klaufalega á lokakafla annars leikhluta eftir góða frammistöðu þangað til.
Þetta var fjórði sigur Njarðvíkinga í röð í deildinni. Þór hefur unnið tvo en tapað þremur.
Frammistaða Þórsara í kvöld:
- Lore Devos 21 stig – 8 fráköst – 3 stoðsendingar
- Madison Sutton 13 stig – 18 fráköst – 1 stoðsending
- Eva Wium Elíasdóttir 14 stig – 1 frákast – 5 stoðsendingar
- Heiða Hlín Björnsdóttir 4 stig – 3 fráköst – 1 stoðsending
- Hulda Ósk Bergsteinsdóttir 4 stig – 3 fráköst
- Jovanka Ljubetic 8 stig – 2 fráköst – 1 stoðsending
- Hrefna Ottósdóttir 1 stig – 1 frákast – 1 stoðsending
Smellið hér til að sjá alla tölfræðina úr leiknum.