Fara í efni
Íþróttir

Mikið í húfi þegar Þór tekur á móti ÍA í dag

Þorlákur Árnason, þjálfari Þórs, var þungt hugsi eftir tapleikinn gegn Njarðvík á dögunum. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Þórsarar taka á móti Skagamönnum í dag í Lengjudeildinni, næst efstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu. Leikurinn á VÍS velllinum (Þórsvellinum) hefst klukkan 14.00.

Akurnesingum nægir eitt stig úr leiknum til þess að komast upp fyrir Aftureldingu og í toppsæti deildarinnar. Efsta liðið að loknum 22 umferðum vinnur sæti sæti í Bestu deildinni að ári en fjögur næstu fara í umspil um hitt lausa sætið.

Þórsarar eru sem stendur í sjöunda sæti með 24 stig og eiga enn möguleika á fimmta sætinu með góðum endaspretti. Keppnin um og fyrir neðan miðja deild er hins vegar svo hnífjöfn að Þórsliðið er aðeins einu stig fyrir ofan liðin í næst neðsta sæti og því einnig í bullandi fallhættu! Ægir er þegar fallinn en nokkur lið eru í gríðarlega spennandi baráttu um að halda sér í deildinni. Níu stig eru eftir í pottinum.

Þór á þrjá leiki eftir:

  • Þór – ÍA í dag kl. 14.00
  • Grótta – Þór laugardag 9. september kl. 17.00
  • Þór – Grindavík laugardag 16. september kl. 14.00

Smellið hér til að sjá stöðuna í deildinni