Fara í efni
Íþróttir

Magnaður viðsnúningur og Þórsarar sigruðu

Leiktíminn rennur út! Mikil gleði var í Höllinni í leikslok, bæði innan vallar eins og sjá má á Jason Gigliotti og Reyni Róbertssyni og áhorfendum í stúkunni. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Þórsarar fögnuðu sigri í kvöld í fimmta leiknum gegn Skallagrími í úrslitakeppni 1. deildar karla í körfubolta. Þórsliðið er þar með komið í undanúrslit og mætir ÍR. Eftir miklar sveiflur höfðu Þórsarar fimm stiga sigur, 85:80.

Harrison Butler fór fyrir Þórsliðinu í kvöld; hann hefur átt mjög misjafna leiki undanfarið en sýndi allar sínar bestu hliðar í kvöld. Þessi snjalli leikmaður var frábær, hreinlega óstöðvandi: gerði 42 stig, tók 10 fráköst og gaf fjórar stoðsendingar.

Nánar á morgun

Harrison Butler var frábær í leiknum. Hér er hann glaður í bragði í viðtali við Guðjón Andra Gylfason samfélagsmiðlastjóra körfuboltadeildarinnar eftir leikinn. Mynd: Skapti Hallgrímsson