Legudeild með óborganlegu útsýni
Þegar ég nýlega sá að byggja ætti nýja legudeild við Sjúkrahúsið á Akureyri (SAk) og hún ætti að vera til innan fimm ára datt mér í hug grein sem ég skrifaði fyrir ekki löngu um viðbyggingu við SAk og taldi að byggja ætti við sjúkrahúsið til austurs og suður Tónatröðina. Þarna væri aldeilis upplagt að byggja legudeildina með t.d. stóra glugga til austurs en sú átt er ekki mjög stíf hér á Akureyri en útsýnið óborganlegt niður Spítalabrekkuna, hluta Innbæjarins svo ég tali nú ekki um áhorf á yndislegan Pollinn og Vaðlaheiðina. Þetta væri auðvitað frábær staðsetning fyrir nýja viðyggingu legudeildarinnar. Kemst ekki hjá að nefna, sem til tals hefur komið, himinháa byggð fjölbýlishúsa í Spítalabrekkunni sem fjöldi manns hefur mótmælt eðlilega og algjört glapræði væri að leyfa að byggja.
Hjörleifur Hallgríms er eldri borgari á Akureyri