Fara í efni
Íþróttir

KA-menn eiga enn möguleika á Evrópusæti

Hallgrímur Mar Steingrímsson og Valsarinn Almarr Ormarsson, fyrrverandi fyrirliði KA, í leik KA og Vals á Dalvík í sumar. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

KA-menn, sem mæta Íslandsmeisturum Vals á Hlíðarenda í dag í Pepsi Max deild Íslandsmótsins í knattspyrnu, geta enn látið sig dreyma um sæti í Evrópukeppni á næsta ári. Til þess þarf reyndar ýmislegt að ganga upp.

Tvö efstu lið deildarinnar fara í Evrópukeppni, en verði annað hvort þeirra bikarmeistari fær þriðja liðið einnig Evrópusæti.

Staða efstu liða er þessi - leikir og stig.

Breiðablik ...... 20   44
Víkingur .......... 20   42
KR ....................... 20   38
KA ....................... 20   36
Valur .................. 20   36

Víkingar eru í undanúrslitum bikarkeppninnar. Verði þeir bikarmeistarar og endi í fyrsta eða öðru sæti deildarinnar, sem mjög miklar líkur eru á, fær Ísland þrjú sæti í Evrópukeppni á næsta ári. Baráttan um þriðja sætið er í algleymingi og svo skemmtilega vill til að liðin sem berjast um meistaratitilinn og Evrópusæti leika í dag öll við nágranna sína í efri hluta stigatöflunnar: 

Valur - KA
KR - Víkingur
FH - Breiðablik

  • Leikur Vals og KA hefst klukkan 18.30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.

Smellið hér til að sjá stöðuna í deildinni.