Fara í efni
Íþróttir

KA mætir Val í dag og Arnar snýr aftur

Arnar Grétarsson mætir aftur á sinn gamla heimavöll í dag, nú sem þjálfari Vals. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

KA-menn mæta Val í sjöttu umferð Bestu deildar karla, efstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu í dag. Leikurinn fram á Greifavellinum, sunnan við KA-heimilið.

Fyrir leikinn er KA í 4.sæti deildarinnar með 11 stig en Valur er í öðru sæti með 15 stig.

KA-menn unnu góðan 2:1 útisigur á HK í seinustu umferð eftir að hafa lent undir. Valsarar hafa verið á miklu skriði undanfarið og unnið seinustu tvo leiki sína stórt. 6:1 sigur gegn Fylki og 5:0 gegn KR.

Arnar Grétarsson er þjálfari Vals en hann þjálfaði KA-liðið áður en honum var sagt upp störfum undir lok síðasta tímabils eftir að í ljós kom að hann tæki við Val eftir tímabilið. Arnar snýr því aftur norður í annað sinn í ár en liðin mættust á Greifavellinum í úrslitum Lengjubikarsins í vor. Þar höfðu Valsmenn betur í vítakeppni.

Leikurinn hefst klukkan 16:00 og er sýndur á Stöð2Sport