Fara í efni
Íþróttir

KA hefur unnið einn leik og tapað öðrum

Daníel Hafsteinsson gerði tvö mörk fyrir KA í gær. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

KA-menn sigruðu lið Dalvíkur/Reynis 3:1 í Boganum í gær í Lengjubikarkeppninni í knattspyrnu. Þetta var annar leikur KA í mótinu.

KA-menn leika í 4. riðli A-deildar ásamt ÍA, Aftureldingu, Leikni og Íslandsmeisturum Víkings.

Daníel Hafsteinsson kom KA yfir í gær eftir rúman hálftíma en Áki Sölvason, fyrrverandi leikmaður KA, jafnaði rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Daníel skoraði aftur í seinni hálfleik og Sveinn Margeir Hauksson gerði þriðja markið úr víti á lokamínútunum.

Fyrsti leikur KA í Lengjubikarkeppninni í ár var 13. janúar gegn Aftureldingu í Boganum. Gestirnir komust í 3:0 þegar hálftími var liðinn en Hallgrímur Mar Steingrímsson minnkaði muninn skömmu eftir þriðja mark Aftureldingar. Hann skoraði aftur í seinni hálfleik og þar við sat.