Fara í efni
Íþróttir

Gamla myndin: Fyrsta kvennalið KA í blaki

GAMLA ÍÞRÓTTAMYNDIN – XIV

Fjórtánda gamla íþróttamyndin birtist á Akureyri.net í dag lesendum til skemmtunar. Að þessu sinni er myndin af fyrsta kvennaliði KA í blaki og mun tekin snemma árs 1982 eftir sigur á Breiðabliki.

Tilvalið er að birta þessa mynd í dag þegar kvennalið KA – sem hefur verið óstöðvandi síðustu misseri – getur tryggt sér bikarmeistaratitilinn þriðja árið í röð. 

Ritstjóri Akureyri.net fékk þessa mynd fyrir nokkrum árum hjá Hrefnu Brynjólfsdóttur, einum leikmannanna á myndinni.

Í aftari röð eru, frá vinstri: Freydís Anna Arngrímsdóttir, Hinrik Þórhallsson, Herdís Anna Jónsdóttir, Hrefna Brynjólfsdóttir, Ásdís Sigurvinsdóttir, Þorbjörg Vilhjálmsdóttir og Gunnar Straumland.

Í fremri röð eru, frá vinstri: Hrafnhildur Ævarsdóttir, Ingibjörg Arnarsdóttir, Gyða Steinsdóttir og Hafdís Kristjánsdóttir.

Lumar einhver á góðri sögu frá upphafsárum blaksins í KA? Þá má gjarnan senda upplýsingar á netfangið skapti@akureyri