Fara í efni
Menning

Ég legg höfuðið í bleyti í Verksmiðjunni

Aðsend mynd

Ný sýning verður opnuð í Verksmiðjunni á Hjalteyri um helgina, laugardaginn 18. maí kl. 14. Það er austurríska listakonan Sasha Pirker sem sýnir verk sitt „Ég legg höfuðið í bleyti_I Soak My Head“. Sasha er fædd 1969 í Vín og er myndlistar- og kvikmyndargerðarmaður. Hún býr og starfar í Vín þar sem hún kennir kvikmyndagerð og myndlist við listaakademíuna þar í borg. 

Í fréttatilkynningu segir að Sasha muni lýsa upp Verksmiðjuna með úrvali kvikmyndainnsetninga og staðbundinni svörun við aðstæðum sem nær yfir síðustu tíu ár starfsferils hennar. Þessi verk bera vitni ekki aðeins víðtækri forvitni listamannsins og rannsóknartilfinningu, heldur eru þau einnig grundvölluð á bakgrunni hennar í málvísindum. Hugsun í gegnum tungumál, tilraunakennda frásögn, persónulegt og byggingarfræðilegt rými og möguleika, verk Sasha sýna næmni fyrir reynslu, þekkingu og skilningi. Þau eru stundum persónuleg eða viðkvæm og gefa þá tilfinningu að kvenlinsan sem kvikmyndir hennar verða og eru til í gegnum séu bæði hugsandi og óvænt, nýstárleg og umvefjandi.

Sýningarstjóri er Becky Forsythe. HÉR má skoða viðburðinn á Facebook.

Heimasíða Verksmiðjunnar

Sýningin og koma listamanna í Verksmiðjuna er styrkt af Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra, Hörgársveit og Myndlistarsjóði.