Fara í efni
Menning

Norðlensk raftónlist á sjö tungumálum

Platan „7“ er líklega fyrsta íslenska platan sem er gefin út af sama listamanni, þar sem engin tvö lög eru á sama tungumáli. Áki, sem er talandi á íslensku, ensku, spænsku, frönsku, dönsku, þýsku og eistnesku, samdi jafnframt textana við öll lögin sjálfur.

Akureyrski listamaðurinn Áki Frostason, einnig þekktur sem raftónlistarmaðurinn Pitenz, var að senda frá sér nýja raftónlistarplötu sem kallast 7. Platan er aðgengileg á öllum helstu streymisveitum en þar er að finna sjö lög á sjö mismunandi tungumálum.

Þá er Pitenz einnig búinn að gefa út myndband við eitt af lögunum á plötunni, lagið Fotoapéritif. Lagið syngur Áki  á frönsku og var myndbandið við það tekið upp í borginni Melbourne í Ástralíu. Þar sést Áki drekka rauðvín víða um borgina, svamla í sjónum og dilla sér á götum úti.

Áki hefur í gegnum tíðina fengist við list af ýmsum toga en hann er t.d einn af stofnendum Kaktusar, sýningarrýmis í Listagilinu. Þó Áki komi upphaflega frá Akureyri er hann oft erlendis við störf. 

Hér má hlusta á plötuna á Spotify.