Verk ungs listafólks á fallegu dagatali
„Okkur langaði að gera ungu og efnilegu listafólki sem starfar í okkar nærumhverfi hátt undir höfði með því að nýta þennan vettvang til að kynna þau og þeirra hæfileika,“ segir Guðmundur Tómas Axelsson framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sparisjóða um dagatal sparisjóðanna fyrir 2024. „Auk þess að styrkja þau í sinni listsköpun og veita þeim vettvang fyrir listtengda viðburði í gegnum útibú sparisjóðanna.“
Dagatal sparisjóðanna er prýtt listaverkum 12 ungra listamanna, eins og Akureyri.net greindi frá á dögunum. Guðmundur Tómas kveðst ótrúlega stoltur af útkomunni og samstarfinu við listafólkið og Örnu Guðnýju Valsdóttur, myndlistarmann og kennara við listnáms- og hönnunarbraut Verkmenntaskólans á Akureyri, sem veitti ráðgjöf varðandi dagatalið.
Dagatalið var kynnt á dögunum í Sparisjóði Höfðhverfinga á Akureyri þegar opnuð var sýning á verkum listamannanna 12. Myndirnar voru teknar við það tækifæri.
Guðmundur Tómas Axelsson og Valdís Anna Jónsdóttir.
Jón Egill Gíslason og Karl Karlsson.
Jón Ingvi Árnason, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Höfðhverfinga, Birgir Baldvinsson, Freyr Jónsson, Katrín Káradóttir, Laufey Baldursdóttir og Árni Óðinsson.