Fara í efni
Menning

Verk Kjartans utan á Listasafninu í eitt ár

Nýtt listaverk Ragnars Kjartanssonar, þekktasta myndlistarmanns þjóðarinnar um þessar mundir, verður sett utan á Listasafnið á Akureyri 28. ágúst, á Akureyrarvöku.

Verkið, UNDIRHEIMAR AKUREYRAR, er sérstaklega unnið fyrir svalir Listasafnsins og verður sýnt þar í tæpt ár, til 14. ágúst 2022. Um er að ræða ljósaskilti, 40 cm hátt og tæplega níu metra langt.

Þegar starfsemi safnsins í ár var kynnt á sínum tíma var greint frá verki Ragnars en Skipulagsráð samþykkti erindi Listasafnsins um verk Ragnars formlega á fundi í gær. Hér má sjá myndir af því hvernig það lítur út.  Meðfylgjandi teikningar eru birtar með fundargerð ráðsins á vef Akureyrarbæjar.

Í kynningu á starfsárinu var listaverkið sagt hafa beina tilvísun í akureyrskt samfélag, eða eins og Ragnar orðar það sjálfur: „Á Akureyri er allt aðeins meira í lagi en annars staðar.“