Menning
Veisla á sumardaginn fyrsta og Smokie
21.04.2025 kl. 11:15

Hvaða menningarviðburðir eru í boði á svæðinu þessa vikuna? Akureyri.net skellir í samantekt á hverjum mánudegi, þar sem lesendur geta séð hvað verður á seyði og penslað inn í dagatalið. Barnamenningarhátíð er í gangi og margir viðburðir tengjast hátíðinni. HÉR er hægt að skoða viðburðardagatal Barnamenningarhátíðar, og hér má lesa umfjöllun Akureyri.net um hátíðina.
Tónleikar
- Smokie - Hamraborg í Hofi. 24. og 25. apríl kl 20.00.
- Singalong partý með Guðrúnu Árný. Græna hattinum, miðvikudaginn 23. apríl kl 21.
- Brot úr teiknimyndatónleikum - Jónína Björt. Hamragil í Hofi, sumardaginn fyrsta, 24. apríl kl. 13.30.
- Far Fest Afríka - afrísk dans- og trommugleði. Hamragil í Hofi, sumardaginn fyrsta, 24. apríl kl. 14.30.
- Rúnni Júl 80 ára afmælistónleika – Græna hattinum, föstudaginn 25. apríl kl 21.00.
- Eyþór Ingi & Savanna Woods - Græna hattinum, laugardaginn 26. apríl kl 21.00.
- Tónleikar Upptaktsins. Hofi, sunnudaginn 27. apríl kl 17.
Margt skemmtilegt fyrir alla fjölskylduna verður í boði á sumardaginn fyrsta í Hofi, en Barnamenningarhátíð nær hámarki þá.
Listasýningar:
- Eyfirski safnadagurinn 2025. Sumardaginn fyrsta.
- + Listasafnið - Seinni sýning á verkum nemenda. Listasafnið þriðjudaginn 22. apríl frá 12-17.
- Vorsýning Myndlistarskólans á Akureyri í Deiglunni. 24. apríl kl 14-18 og 25. apríl kl 14-18.
- Untethered / Óbundið - Sýning Lindu Berkley í Deiglunni. 26.-27. apríl kl 14-17.
- Fjölskylduleiðsögn og listasmiðja á Barnamenningarhátíð. Listasafnið, sunnudaginn 27. apríl kl 11-12.
- Ísland með okkar augum - Listaverk eftir nemendur í Naustaskóla. Hof. Sýningin stendur út aprílmánuð.
- Milli draums og veruleika – Málverkasýning Pálínu Guðmundsdóttur. Læknastofum Akureyrar. Opið á opnunartíma læknastofanna.
- Átthagamálverkið: Á ferð um Norðausturland liðinnar aldar. Samsýning verka þar sem viðfangsefnið eru staðir í landshlutanum. Listasafnið á Akureyri. Stendur til 25. maí.
- Brotinn vefur – Textíllist Emilie Palle Holm á Listasafninu á Akureyri. Stendur til 17. ágúst.
- Í fullri fjöru – Myndlist Helgu Páleyjar Friðþjófsdóttur í Listasafninu á Akureyri. Stendur til 17. ágúst.
- Margskonar I-II – Valin verk fyrir sköpun og fræðslu, Listasafnið á Akureyri. Stendur til 17. ágúst.
Leiksýningar
- Litla Hryllingsbúðin – Samkomuhúsið. Mánudaginn 21. apríl kl 15.00. Síðasta sýning.
- Töfrabækurnar - Fóa og Fóa feykirófa. Minjasafnið á Akureyri. Hluti Barnamenningarhátíðar. Laugardaginn 26. apríl kl 14.
Aðrir viðburðir
- Búningasmiðja - prófaðu búninga úr verkum Leikfélags Akureyrar. Barnamenningarhátíð. Hofi, sumardaginn fyrsta, 24. apríl kl 13.
- Kan(l)ínudans. Hamrar, Hofi. Dansleikhús á Barnamenningarhátíð. Sumardaginn fyrsta, 24. apríl kl 13.
- Lóan - Listasmiðja Jonnu og Bildu. Svalirnar í Hofi, sumardaginn fyrsta, 24. apríl kl 13-15.
- Collaborative Quilt – Deiglan. Saumum saman sögur. Þriðjudaginn 22. apríl kl 17-19.
- Tískusýning CRANZ - Ungir fatahönnuðir sýna í Naust í Hofi. Sumardaginn fyrsta kl 14.00.
- Leitin að regnboganum - dans og tónlistarsmiðja fyrir börn, 3-6 ára. Hamrar í Hofi, sumardaginn fyrsta 24. apríl kl 14.30.
- Alþjóðlegt eldhús / International kitchen. Amtsbókasafnið. Sumardaginn fyrsta 24. apríl kl 13-15.
- Ævintýraglugginn - Köttur út í mýri - GLUGGINN í Hafnarstræti 88 í ævintýraskapi á Barnamenningarhátíð. Uppi allan apríl.
Endilega hafðu samband á rakel@akureyri.net ef að þú vilt koma þínum viðburði á listann. Hann þarf að vera opinn öllum.