Fara í efni
Menning

Upptakturinn, ungir semja – fullorðnir flytja

Upptakturinn er tækifæri fyrir ungt fólk til að semja og senda inn tónverk eða drög að því og vinna að því með starfandi tónlistarfólki að ganga frá verkinu til flutnings, en flytjendur á tónleikum eru einnig atvinnutónlistarfólk. Úr innsendum lögum og hugmyndum voru að þessu sinni valin 11 verk eftir 14 höfunda frá Akureyri og Hrísey. Tónlistarstjóri er Gréta Salóme Stefánsdóttir en hún vann að útsetningum ásamt Kristjáni Edelstein.

Á tónleikum í Hamraborg í Hofi sunnudaginn 24. apríl verða verk þessara ungu tónsmiða flutt, höfundarnir verða meðal áheyrenda en hljómsveitina sem flytur verkin þeirra skipa Ásdís Arnardóttir, Emil Þorri Emilsson, Greta Salóme Stefánsdóttir, Jón Þorsteinn Reynisson, Kristján Edelstein, Magni Ásgeirsson, Petrea Óskarsdóttir, Risto Laur, Tómas Leó Halldórsson og Vilhjálmur Ingi Sigurðarsson.

Hinir ungu höfundar eru þessir og verk þeirra: Amanda Eir Steinþórsdóttir: Two sided love story, Eiður Reykjalín Hjelm: Naughty elves, Gísli Freyr Sigurðsson: Out of my life, Haukur Skúli Óttarsson og Ragnheiður Birta Hákonardóttir: Spunaslóð, Heimir Sigurpáll Árnason: Gísli, Helga Björg Kjartansdóttir: Random hljómar í herberginu mínu, Jóhann Valur: Adamant, MAS hópurinn (Amanda Eir Steinþórsdóttir, Mahaut Ingiríður Matharel og Sólrún Alda Þorbergsdóttir): Katherine, Óðinn Thomas Atlason: Continuum, Torfhildur Elva F. Tryggvadóttir: Vordans og Gísli Erik Jónsson: Hrafn

Upptakturinn í Hofi er samstarfsverkefni Menningarhússins Hofs og Upptaktsins í Hörpu. Verkefnið er styrkt af SSNE.

Aðgangur er ókeypis.