Tónskáld framtíðar á tónleikum Upptaktsins

Tónleikar Upptaktsins eru uppskeruhátíð árlegs verkefnis sem samstarfsverkefni Menningarhússins Hofs og Upptaktsins í Hörpu, styrkt af Sóknaráætlun Norðurlands eystra. Tónskáld á aldrinum 10-16 ára sækja um þáttöku í Upptaktinum, þar sem dómnefnd velur þau tónverk sem verða þróuð áfram með aðstoð fagfólks og svo flutt af atvinnuhljómsveit á tónleikum í lok verkefnisins.
Tónleikarnir fóru fram í Hofi í gær, sunnudaginn 27. apríl. Þorgeir Baldursson ljósmyndari mætti á tónleikana.
Kristín Sóley kynnti á tónleikunum. Mynd: Þorgeir Baldursson
Það er upplifun fyrir ung tónskáld og fjölskyldur þeirra að sjá verkin sín spiluð af atvinnufólki. Hér eru Emil Þorri slagverksleikari og Greta Salóme fiðluleikari að spila á tónleikum Upptaktsins. Myndir: Þorgeir Baldursson.
Steinunn Arnbjörg lék á selló, Stefán Ingólfsson á bassa og Kristján Edelstein á gítar. Myndir: Þorgeir Baldursson.