Menning
Tónleikar Júlís Heiðars í Lystigarðinum í dag
17.08.2024 kl. 08:00
Þriðju tónleikarnir í útitónleikaseríu LYST fara fram í dag í Lystigarðinum og hefjast kl. 17.00. Að þessu sinni stígur Júlí Heiðar á svið ásamt hljómsveit en Svavar Knútur hitar upp.
Reynir Gretarsson vert á LYST blés til tónleikaraðarinnar í því skyni að safna fé til styrktar Lystigarðinum og vel hefur tekist til. Í júní kom LÓN fram í garðinum, Una Torfadóttir lék þar í júlí og á fjórðu og síðustu tónleikunum í röðinni, sem fram fara 7. september, skemmtir Kristján Kristjánsson - KK.