Menning
Tónleikar í tilefni 20 ára afmælis Emblu
24.05.2022 kl. 10:49
Kvennakórinn Embla heldur upp á 20 ára afmæli sitt með tónleikum í Glerárkirkju næstkomandi sunnudag, 29. maí klukkan 20:00.
„Embla mun að þessu sinni flytja dásamlega tónlist frá rómantíska tímabilinu eftir tónsnillingana Sergej Rachmaninov, Edvard Grieg, Sigfús Einarsson og Sveinbjörn Sveinbjörnsson,“ segir í tilkynningu.
„Frumflutt verður ný textaþýðing, við verk Rachmaninovs, eftir Dr. Sigurð Ingólfsson.
Þetta er tónlist fyrir þá sem vilja njóta þekktrar og minna þekktrar klassískrar tónlistar í frábærum flutningi píanóleikarans Helgu Kvam og hins tvítuga Kvennakórs Emblu undir stjórn Roars Kvam.
Miðasala við innganginn kr. 3000 (posi á staðnum).“