Fara í efni
Menning

Þýskur stúlknakór syngur íslensk kórlög

Þýski stúlknakórinn Pfälzische Kurrende frá Neustadt/Weinstrasse verður á tónleikaferð um Ísland 14.-18. ágúst. Kórinn er margverðlaunaður bæði í heimalandi sínu og víðar í Evrópu.
 
Kórinn syngur í Akureyrarkirkju fimmutdaginn 15. ágúst kl. 20. Stjórnandi kórsins er Carola Bischoff og organisti er Simon Reichert. Kórinn flytur fjölbreytta efnisskrá, m.a. íslensk kórlög og verk sem samin hafa verið sérstaklega fyrir kórinn.
 
Aðgangur er ókeypis en frjáls framlög vel þegin.
 
Kórinn er á ferð um landið og syngur á eftirfarandi stöðum:
  • Hólar í Hjaltadal – miðvikudag 14. ágúst kl. 20
  • Akureyrarkirkja – fimmtudag 15. ágúst kl. 20
  • Skálholtskirkja – laugardag 17. ágúst kl. 15
  • Dómkirkjan í Reykjavík – söngur í messu 18. ágúst kl. 11
  • Hörpuhorn – sunnudag 18. ágúst kl. 13
  • Hallgrímskirkja í Saurbæ – sunnudag 18. ágúst kl. 16