Fara í efni
Menning

Þrír hávaxnir bassar og penn píanóleikari

Það er ekki á hverjum degi sem hægt er að fara á tónleika þessi misserin. Nú bregður svo við að tvennir tónleikar eru í Akureyrarkirkju um helgina, í dag  og á morgun, sunnudag. Tónleikarnir hefjast klukkan 16.00 báða dagana.

Tónleikarnir kallast Tröllaslagur og aðstandendur kynna þá með þessu móti: „Þrír hávaxnir söngvarar og penn píanóleikari bjóða upp á ferðalag um undraveröld bassabókmenntanna í efnisskrá sem inniheldur bæði íslenska og erlenda tónlist.“

Flytjendur eru:
Bjarni Thor Kristinsson – bassi
Kristinn Sigmundsson - bassi
Viðar Gunnarsson - bassi
Helga Bryndís Magnúsdóttir – píanóleikari

Miðar eru seldir á tix.is. Gestafjöldi á hvorum tónleikum má að hámarki vera 80.