Fara í efni
Menning

Þriggja milljóna styrkur vegna La Traviata

Menningarhúsið Hof. Ljósmynd: Auðunn Níelsson.

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær að veita þremur milljónum króna af ráðstöfunarfé sínu til Menningarfélags Akureyrar (MAk) og Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands (SN) vegna uppsetningar á óperunni La Traviata. Uppsetning óperunnar sem sýnd verður bæði í Hofi og Eldborg er samstarfsverkefni Íslensku óperunnar og Menningarfélags Akureyrar.

Sinfóníuhljómsveit Norðurlands mun annast hljómsveitarleik á öllum sýningum, bæði á Akureyri og í Reykjavík. Sýningar verða í Eldborgarsal Hörpu 6. og 7. nóvember nk. og í Hofi á Akureyri 13. og 14. nóvember.