Fara í efni
Menning

Þjóðbúningadagur á Safnasafninu – MYNDIR

Myndir: Axel Darri Þórhallsson.

Þjóðbúningadagur var haldinn á Safnasafninu á Svalbarðsströnd um fyrri helgi og sama dag var opnuð sýning á mynstrum og þjóðbúningum úr textíldeild Safnasafnsins.

Dansfélagið Vefarinn, sem starfað hefur á Akureyri í rúm 20 ár, sýndi dans, Kristín Vala Breiðfjörð, formaður Heimilisiðnaðarfélagsins, ræddi áhrif Sigurðar Guðmundssonar málara á íslenska þjóðbúningasögu og Bryndís Símonardóttir kynnti hvítsaumsnámskeið vetrarins, 

Sýningin sem opnuð var ber heitið Frá fortíð til nútíma og var sett upp til að minna á tengsl nútímakvenna og formæðra þeirra í fatagerð, útsaumi og margvíslegu handverki, og mikilvægi þess að viðhalda þeirri þekkingu. Sýningin er hluti af safnræðslu- og menningarhluta textíldeildar Safnasafnsins sem ber heitið Munstur og menning.

Safnasafnið