Fara í efni
Menning

Sumartónleikaröð hefst í dag í Akureyrarkirkju

Tónleikaröðin Sumartónleikar í Akureyrarkirkju hefst í dag og framundan eru fernir tónleikar, einir hvern sunnudag í mánuðinum.
 
Það eru Freyr Sigurjónsson flautuleikari og Arnaldur Arnarson gítarleikari sem hefja röðina að þessu sinni með tónleikunum Ómur úr Suðri. Þeir hefjast klukkan 17.00.
 
Tónleikaröðin hefur verið haldin árlega síðan 1987. Hún er styrkt af Akureyrarbæ og er hlusti Listasumars. Ókeypis er inn á alla tónleikana en tekið er við frjálsum framlögum, segir í tilkynningu.
 
 
Sunnudag 7. júlí: