Fara í efni
Menning

Stuttmyndahátíð hófst á Akureyri í gær

Alþjóðlega stuttmyndahátíðin Northern Lights - Fantastic Film Festival, hófst í gær og er nú haldin í annað sinn. Hátíðin stendur til 3. nóvember.

Á hátíðinnni verða sýndar 47 stuttmyndir, eða fantastic stuttmyndir (fantastic-animation-horror-sci-fi), eins og það er orðað í tilkynningu hátíðarinnar og munu þær keppa til veglegra verðlauna. Þar segir einnig: 

„Ýmsir fantastic viðburðir eru haldnir samhliða hátíðinni, eins og t.d. fantastic film pub-quiz, masterklassar, spjallborð o.fl. og munu allir sem eru fantastic finna eitthvað við sitt hæfi. Það er óhætt að segja að hátíðin hafi nú þegar unnið sér inn vinsældir og virðingu fantastic kvikmyndahöfunda um allan heim sem verður að teljast afrek eftir aðeins upphafsár hátíðarinnar.“ 

Á öðru ári sínu fékk hátíðin sendar inn myndir frá 31 landi, alls staðar að úr heiminum, 63% fleiri myndir en í fyrra. Valdar voru 47 myndir frá 22 löndum og velur dómnefnd bestu mynd hátíðarinnar, sem hlýtur þúsund evrur í verðlaun og einnar milljónar krónu tækjaúttekt hjá KUKL.

Á meðal mynda eru glænýjar myndir frá höfundum sem hafa verið tilnefndir til Óskarsverðlauna, eing og heiðursgesti hátíðarinnar, John R. Dilworth (Courage the Cowardly Dog) og Abigale Breslin (Little Miss Sunshine) sem og þreföldum Emmy-verðlaunahafa, leikstjóra og „stop-motion“ kvikara Michael Granberry.

Brautryðjandinn og kvikarinn sem tilnefndur hefur verið til Óskarsverðlauna, John R. Dilwort, er heiðursgestur hátíðarinnar í ár en hann er þekktastur fyrir teiknimyndaseríur sínar eins og „Courage the Cowardly Dog“ sem tóku yfir Cartoon Network um aldamótin. 

Hátíðin er studd af Uppbyggingasjóði Norðurlands-Eystra, Menningarsjóði Akureyrarbæjar og Kvikmyndamiðstöð Íslands.