Menning
Stjörnufruss og sumarið sungið inn
28.04.2025 kl. 11:45

Hvaða menningarviðburðir eru í boði á svæðinu þessa vikuna? Akureyri.net skellir í samantekt á hverjum mánudegi, þar sem lesendur geta séð hvað verður á seyði og penslað inn í dagatalið.
Tónleikar
- Ómar um vor. Kvartettinn Ómar syngur á Minjasafninu á Akureyri, miðvikudaginn 30. apríl kl 20.00.
- Vortónleikar Gospelkórs Glerárkirkju. Glerárkirkju, fimmtudaginn 1. maí kl 20.
- Vorsöngvar á Möðruvöllum. Kór Möðruvallakikirkju, fimmtudaginn 1. maí kl. 12.00.
- Harmonikan heiðruð. Hamrar í Hofi, sunnudaginn 4. maí kl 16.00.
- Hljómsveitin Klaufar. Græni hatturinn, föstudaginn 2. maí kl 21.
- Stjórnin á Græna hattinum. Laugardaginn 3. maí kl. 21.
- Stjörnufruss, tónleikar í Rósenborg. Fram koma Sigrún María, Baukur og Brenndu bananarnir. Laugardaginn 3. maí kl 20.
- Tónleikar barnakóra Akureyrarkirkju og Drengjakós Reykjavíkur. Akureyrarkirkja, sunnudaginn 27. apríl kl 12.30.
Fjöldi söngvara á svæðinu ætlar að syngja inn sumarið 1. maí. Annars vegar Kór Möðruvallaklausturskirkju (t.h), sem býður Kór Ólafsfjarðarkirkju með til tónleika, og hinsvegar Gospelkór Glerárkirkju (t.v.) Myndir: Facebook.
Listasýningar:
- Saga - opnun myndlistarsýningar Gretu Berg. Amtsbókasafnið. Laugardaginn 3. maí kl. 12.
- + Listasafnið - Seinni sýning á verkum nemenda. Listasafnið þriðjudaginn 22. apríl frá 12-17.
- Sjónmennt 2025. Listasafnið. Laugardaginn 3. maí - 11. maí.
- Ísland með okkar augum - Listaverk eftir nemendur í Naustaskóla. Hof. Sýningin stendur út aprílmánuð.
- Milli draums og veruleika – Málverkasýning Pálínu Guðmundsdóttur. Læknastofum Akureyrar. Opið á opnunartíma læknastofanna.
- Átthagamálverkið: Á ferð um Norðausturland liðinnar aldar. Samsýning verka þar sem viðfangsefnið eru staðir í landshlutanum. Listasafnið á Akureyri. Stendur til 25. maí.
- Brotinn vefur – Textíllist Emilie Palle Holm á Listasafninu á Akureyri. Stendur til 17. ágúst.
- Í fullri fjöru – Myndlist Helgu Páleyjar Friðþjófsdóttur í Listasafninu á Akureyri. Stendur til 17. ágúst.
- Margskonar I-II – Valin verk fyrir sköpun og fræðslu, Listasafnið á Akureyri. Stendur til 17. ágúst.
Leiksýningar
- Töfraloftbelgurinn. Leiksýning fyrir börn á leikskólaaldri. Amtsbókasafnið, laugardaginn 3. maí kl 14.
Aðrir viðburðir
- Ritfangar - skapandi skrif. Annan hvern miðvikudag á Amtinu, kl 17-18.30, leitt af Sesselíu Ólafs. Miðvikud. 30. apríl næst.
- Collaborative Quilt – Deiglan. Saumum saman sögur. Þriðjudaginn 29. apríl kl 17-19.
- Ævintýraglugginn - Köttur út í mýri - GLUGGINN í Hafnarstræti 88 í ævintýraskapi á Barnamenningarhátíð. Uppi allan apríl.
Endilega hafðu samband á rakel@akureyri.net ef að þú vilt koma þínum viðburði á listann. Hann þarf að vera opinn öllum.