Fara í efni
Menning

„Spilum hressa blöndu af poppi, djass og indí“

Stína Ágústsdóttir. Mynd: Facebook
Stína Ágústsdóttir jazzsöngkona heldur tónleika á Græna hattinum næstkomandi sunnudag, þann 16. júní. Stína hefur getið sér gott orð sem tónlistarkona í Skandinavíu og gefið út fjórar sólóplötur og fyrir þær þrjár síðustu hefur hún fengið tilnefningu til íslensku tónlistarverðlaunanna.
 
Ég hef alltaf verið mjög skotin í Akureyri og vildi í rauninni vera þar miklu oftar!“ segir Stína í samtali við blaðamann Akureyri.net. „Ég hlakka verulega til að koma og spila og vona svo sannarlega að Akureyringar gefi okkur smá séns og kíki á okkur. Það verður alltaf mikið stuð á tónleikum hjá okkur! Við spilum hressa blöndu af poppi, djass og indí má eiginlega segja. Mjög aðgengileg tónlist og alls ekki bara fyrir djassgeggjara! 
 
Stína hefur nú tekið upp fimmtu stúdíóplötu sína sem kemur út seinna á árinu og ber heitið Yours Unfaithfully. Við komum til með að spila efni af síðustu tveimur plötunum mínum, Drown to Die a Little og The Whale ásamt því að frumflytja lög af næstu plötu. Þau lög verða sumsé frumflutt á Akureyri,“  segir Stína.
 
Með Stínu á sviðinu verða þeir Mikael Máni á gítar, Henrik Linder bassaleikari og Magnús T. Elíassen trommuleikari. Búast má við mögnuðu stuði og hljóðfæraleik af dýrara taginu,“ segir Stína. „Henrik Linder, til dæmis, er heimsklassa bassaleikari sem er í ofurgrúppunni Dirty Loops og hefur leikið með fólki eins og Chaka Khan, Quincy Jones, Steve Vai og fleirum. Svo spilar hann á litlum djasspopptónleikum með mér!
 

Áhugasöm geta keypt miða á tónleikana á heimasíðu Græna hattsins hérna.