Fara í efni
Menning

Sólin tók undir bjartar þakkir fyrir upplifunina

Arngrímur Jóhannsson, flugkappi og morsari, og Jón Hlöðver Áskelsson tónskáld. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

„Þessi síðasta vika var sannarlega gjafmild fyrir mig og svo fjölmarga aðra hér í bæ,“  segir Jón Hlöðver Áskelsson, tónskáld á Akureyri, í grein sem hann sendi Akureyri.net í dag.

Tæpt ár er síðan Sinfóníuhljómsveit Norðurlands frumflutti SOS sinfóníu Jóns Hlöðvers en upptaka frá tónleikunum var útvarpað á RÚV í gær, uppstigningardag. Verkið segist hann fyrst og fremst eiga að þakka því „að hér á Akureyri býr Arngrímur Jóhannsson, hinn annálaði flugkappi og loftskeytamaður. Færni hans að leika á morsetæki og senda út með hraðskrift heilu pistlana heillaði mig og hvatti, að semja stórt hljómsveitarverk þar sem þessi ævintýrlega snjalli „morsari“ yrði einleikari,“ skrifar Jón Hlöðver. Þeir vinirnir settust saman í gær „eins og „fans“ á fótboltaleik sem þyrftu að hvetja áfram sína menn.“

Smellið hér til að lesa grein Jóns Hlöðvers