Fara í efni
Menning

SÍ og Hannigan hittu marga í hjartastað

Hljómsveitarstjóranum og sópransöngkonunni Barbara Hannigan var ákaft fagnað í lok tónleikanna í Hofi í kvöld. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Sinfóníuhljómsveit Íslands (SÍ) lauk starfsárinu með glæsibrag í kvöld í menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Gífurleg fagnaðarlæti brutust út í lok þessara síðustu tónleika vetrarins og augljóst að tónlistin, flutningur sveitarinnar undir stjórn hinnar kanadísku Barbara Hannigan, og söngur stjórnandans í tveimur verkanna af þremur, hitti marga beint í hjartastað.

Hljómsveitin flutti þrjú verk í kvöld:

  • Ég er ekki saga til að segja (I am not a tale to be told) eftir íranska tónskáldið Golfam Khayam. Hún var viðstödd tónleikana og augljóslega snortin af góðum viðtökum. SÍ heimsfrumflutti verkið í Hörpu í gærkvöldi og það hljómaði því öðru sinni opinberlega í kvöld.
  • Sinfónía nr. 96 í D-dúr – Kraftaverkið – eftir Franz Josep Haydn
  • Sinfónía nr. 4 í G-dúr – Himnasælusinfónían – eftir Gustaf Mahler

Nánar verður fjallað um tónleikana á Akureyri.net síðar.

Íranska tónskáldið Golfam Khayam, til hægri, eftir flutning verks hennar í Hofi í kvöld. Til vinstri er Sigrún Eðvaldsdóttir, konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson