Fara í efni
Menning

Samsöngsstund með Svavari Knúti í dag

Söngvaskáldið Svavar Knútur býður upp í samsöngsstund fyrir alla fjölskylduna í Minjasafninu á Akureyrar í dag, laugardag, klukkan 14.00.

„Þar verða tekin lög úr ýmsum áttum og fólki boðið upp á að syngja saman, hver með sínu nefi. Svavar er á þeirri skoðun að það sé enginn laglaus sem nýtur tónlistar á annað borð, þó stundum geti fólk verið mis ratvisst á tóninn. Það á þó aldrei að skemma fyrir góðri söngstund og er fátt betra fyrir samfélag fólks en að syngja og tralla saman, sérstaklega á aðventunni,“ segir í tilkynningu frá safninu.

„Þá mun Svavar einnig segja gestum frá hlutverk trúbadorsins og gera grein fyrir þeim hljóðfærum sem skipa stærstan sess í því starfi.“

Á undan Svavari, kl. 13:30 verður flautusamspil frá Tónlistarskólanum á Akureyri. Aðgangur er ókeypis.