Menning
Saknaðarilmur og fleira gott í menningarvikunni
24.03.2025 kl. 12:15

Hvaða menningarviðburðir eru í boði á svæðinu þessa vikuna? Akureyri.net skellir í samantekt á hverjum mánudegi, þar sem lesendur geta séð hvað verður á seyði og penslað inn í dagatalið.
Listasýningar - opnanir
- Það birtir aftur – ný listaverk eftir Gillian Alise Pokalo. Kaupvangsstræti 12. Opnun 28. mars á milli 17-20. Opið 29. mars og 30. mars frá 14-17.
- Facial landscapes – Landslag andlitanna. Opnun sýningar gestalistamanns Gilfélagsins, Angeliku Haak. Vídeólist. Deiglan, fimmtudaginn 27. mars kl. 16-20.
Yfirstandandi sýningar:
- Gáðu ekki í gæfunnar spilin – Myndlist Ástu Sigurðardóttur. Hof / Hamragil og Leyningur. Opið á opnunartíma Hofs og sýningin stendur til 31. mars.
- Milli draums og veruleika – Málverkasýning Pálínu Guðmundsdóttur. Læknastofum Akureyrar. Opið á opnunartíma læknastofanna.
- Í fullri fjöru – Myndlist Helgu Páleyjar Friðþjófsdóttur í Listasafninu á Akureyri.
- Brotinn vefur – Textíllist Emilie Palle Holm á Listasafninu á Akureyri.
- Sköpun bernskunnar 2025 – Samsýning myndhöggvarans Sólveigar Baldursdóttur og barna í skólum bæjarins.
- Margskonar I-II – Valin verk fyrir sköpun og fræðslu, Listasafnið á Akureyri.
- Huldukona - Tvívíð og þrívíð listaverk Huldu Vilhjálmsdóttur, Listasafnið á Akureyri.
- Átta ætingar - Myndlist Kristjáns Guðmundssonar. Listasafnið á Akureyri.
- Dömur mínar og herrar - Þórður Hans Baldursson og Þórunn Elísabet Sveinsdóttir. Listasafnið á Akureyri.
- Átthagamálverkið: Á ferð um Norðausturland liðinnar aldar. Samsýning verka þar sem viðfangsefnið eru staðir í landshlutanum. Listasafnið á Akureyri.
Saknaðarilmur, verðlaunuð leiksýning eftir Unni Ösp Stefánsdóttur, byggð á bókum Elísabetar Jökulsdóttur, verður sýnd þrisvar í Hamraborg, Hofi, fim-lau. Myndir: Þjóðleikhúsið
Tónleikar
- Hreimur, Magni og Gunni Óla - Græna hattinum laugardaginn 29. mars kl 21.00
- Endurreisnartónleikar - Hymnodia og SCS – Akureyrarkirkja, sunnudaginn 30. mars kl. 17-18
Leiksýningar
- Saknaðarilmur – Leiksýning eftir Unni Ösp Stefánsdóttur, byggt á bókum Elísabetar Jökulsdóttur. Fimmtudaginn 22. mars kl 20, föstudaginn 23. mars kl. 20 og laugardaginn 29. mars kl 20.
- Land míns föður, Freyvangi - föstudaginn 28. mars kl. 20.00 og laugardaginn 29. mars kl 20.00.
- Epli og eikur, Leikfélag Hörgdæla á Melum - Föstudaginn 28. mars kl. 20.00 og laugardaginn 29. mars kl. 20.00.
Aðrir viðburðir
- Málþing listkennara á Norðurlandi - Samlagið, sköpunarverkstæði heldur málþingið á Listasafninu á Akureyri. Miðvikud. 26. mars kl. 14-18.
- Sköpun og slökun / Prjónabíó – Handavinna yfir rómantískri gamanmynd á Amtsbókasafninu. Fimmtudaginn 27. mars kl. 19-22.
- Salsakvöld og ókeypis prufutími í salsa (annan hvern fimmtudag). Vamos, fimmtudaginn 27. mars kl. 20-22.
- PubQuiz með Villa Vandræðaskáldi á LYST - Föstudaginn 21. mars kl. 20.30.
- Þriðjudagsfyrirlestur vikunnar: Sjónafl - þjálfun í myndlæsi, brú inn í skólakerfið. Ragnheiður Vignisdóttir og Ingibjörg Hannesdóttir. þriðjudaginn 25. mars kl. 17.00.
- Ritlistakvöld með Erpi Eyvindarsyni – Fyrsta ritlistarkvöld Ungskálda 2025. LYST, miðvikudagskvöldið 26. mars kl. 20-22
- Náttúran í ljóðum – Ljóðaupplestur Rakelar Hinriksdóttur á náttúrutengdum ljóðum í Davíðshúsi. Miðvikudaginn 26. mars kl. 20-21
Endilega hafðu samband á rakel@akureyri.net ef að þú vilt koma þínum viðburði á listann. Hann þarf að vera opinn öllum.