Fara í efni
Menning

Rós í hnappagatið hjá Michael Clarke

Svarfdælskur piltur, Styrmir Þeyr Traustason, var við píanóið þegar fluttur var píanókonsert í a-moll opus 16 frá 1868 eftir Grieg. Að öðrum ólöstuðum stjarna kvöldsins, segir Sverrir Páll í pistli um tónleikana.

„Ánægjulegir tónleikar og sönnun þess að hljómsveit af þessu tagi verður að vera til. Þetta var rós í hnappagatið hjá Michael Clarke, Hljómsveit Akureyrar er yngsta barnið hans,“ segir Sverrir Páll Erlendsson í pistli fyrir Akureyri.net um tónleikana Í fjallasal í Hofi í gærkvöldi.

Á tónleikum leiddu saman hesta sína Hljómsveit Akureyrar, nýlega stofnuð áhugamannahljómsveit, og félagar úr Sinfóníuhljómsveit áhugamanna í Reykjavík, undir stjórn Michaels Clarke og Ólivers Kentish. Einleikari á píanó var Styrmir Þeyr Traustason, 50 manna samsettur kór Karlakórs Eyjafjarðar og Karlakórs Akureyrar - Geysis, auk bassasöngvarans Reynis Gunnarssonar.

Verkefnin voru öll sótt til Noregs, í smiðju Edwards Grieg, „en í lokin var það sem ævinlega hlýtur að gerast þegar 50 manna karlakór stillir sér upp – Brennið þið vitar eftir Pál Ísólfsson við ljóð Davíðs Stefánssonar. Þannig var endahnúturinn.“

Smellið hér til að lesa pistil Sverris Páls