Rokk af öllu tagi á Græna hattinum í kvöld
Rokkveisla er boðuð á Græna hattinum í kvöld – Norðanrokk II – þar sem að Ari Orrason, Dream the Name, Miomantis og Sót sameina krafta sína.
Norðanrokk var fyrst haldið árið 2022 þar sem Ari Orrason, Dream the Name og Miomantis komu saman fyrst á Græna hattinum. Síðan þá hafa þessar hljómsveitir unnið að því að bjóða upp á reglulega tónleika sem stuðla eiga að „grasrótar senu tónlistar á Akureyri (þar má nefna Grasrót þar sem komu fram Poets, Bullets, Society, Miomantis, Ari Orrason, Dream the Name og Sót).
Norðanrokk II er fjölbreyttari en áður þar sem að Sót færir fram öflugt stoner metal, Ari Orrason með fremsta pop pönk Íslands, Dream the Name með dauða rokkið ásamt thrash metal og Miomantis með stefnu sína út um víðan völl rokksins; þar má nefna: grugg, þungarokk, pönk, progressive og margt fleira.“