Fara í efni
Menning

Ragnheiður og Vaarula sýna í Mjólkurbúðinni

Päivi Vaarula og Ragnheiður Björk Þórsdóttir opna sýninguna TEKSTI – TEXTI í Mjólkurbúðinni, sal Myndlistarfélagsins í Kaupvangsstræti 12 á Akureyri kl. 17.00 föstudaginn 14. apríl. Sýningin er opin til kl. 20.00 þann dag. Hún stendur yfir til 23. apríl og er opin alla daga nema mánudag og þriðjudag, frá 14.00 - 17.00.

„Päivi og Ragnheiður eru báðar veflistakonur. Päivi er finnsk en þær Ragnheiður sýndu fyrst saman í Hämeenlinna í Finnlandi sl. haust og sýna nú saman í fyrsta sinn á Íslandi. Sýningin heitir Teksti/Texti en orðið hefur sömu merkingu á finnsku og íslensku. Orðið stendur einnig fyrir textíl og vefnað en orðið „texera“ á latínu merkir einnig að vefa. Þannig er vefurinn merkingarbær, inniheldur skilaboð og segir sögu. Verkin eru öll unnin á þessu og seinasta ári. Päivi Vaarula dvelur í gestavinnustofu Gilfélagsins á Akureyri í apríl mánuði,“ segir í tilkynningu.