Fara í efni
Menning

Rafmagnslaust á hluta Brekkunnar í dag

Umferðarljósin á mótum Þórunnarstrætis og Þingvallastrætis eru ekki virk sökum rafmagnsleysis. Mynd: Snæfríður Ingadóttir

Vegna vinnu við dreifikerfi verður lokað fyrir rafmagn á hluta Brekkunnar í dag að því er segir í tilkynningu frá Norðurorku til íbúa. Verkið hófst kl. 9.30 og áætlað er að því ljúki um kl. 16.00.

Í tilkynningunni er bent á að „góð ráð vegna rafmagnsrofa“ sé að vinna vef Norðurorku – www.no.is

Á vef Norðurorku kemur einnig fram að rafmagnslaust verður á öðru svæði á Brekkunni, í hluta Helgamagrastrætis, frá kl. 8.10 til 16.00. Sjá mynd af svæðinu neðst í fréttinni.

Svæðið þar sem rafmagnslaust verður þar til síðdegis í dag.

Syðsti hluti Helgamagrastrætis þar sem rafmagnslaust verður í nokkrar klukkustundir á morgun, þriðjudag.