Orgelkrakkahátíð um næstu helgi
Orgelkrakkahátíð, vinnusmiðjur og tónlistarflutningur fyrir börn á öllum aldri, verður haldin í Akureyrarkirkju um næstu helgi, laugardaginn 30. apríl og sunnnudaginn 1. maí.
Á hátíðinni verða í boði smiðjurnar Orgelkrakkar og Orgelspuni, tónlistarævintýrið Lítil saga úr orgelhúsi og Orgeltónleikar þar sem frægustu orgelverk sögunnar verða flutt ásamt kvikmynda og leikhústónlist. Þátttaka í hátíðinni er ókeypis og börn á öllum aldri velkomin, að því er segir í tilkynningu.
Dagskrá hátíðarinnar verður sem hér segir:
Laugardagur 30. apríl
Fyrri vinnusmiðjur:
12.30 Vinnusmiðjan Orgelkrakkar í kapellu Akureyrarkirkju. Hópur setur saman lítið orgel frá grunni og spilar á það í lok stundar.
12.30 Vinnusmiðjan Orgelspuni í Akureyrarkirkju. Þátttakendur leika á orgel Akureyrarkirkju undir leiðsögn organista. Engin skilyrði eru um hljóðfærakunnáttu til að geta tekið þátt.
Seinni vinnusmiðjur:
13.30 Vinnusmiðjan Orgelkrakkar í kapellu Akureyrarkirkju. Hópur setur saman lítið orgel frá grunni og spilar á það í lok stundar.
13.30 Vinnusmiðjan Orgelspuni í Akureyrarkirkju. Þátttakendur leika á orgel Akureyrarkirkju undir leiðsögn organista. Engin skilyrði eru um hljóðfærakunnáttu til að geta tekið þátt.
- Athugið! Skráning í vinnusmiðjurnar á laugardaginn er nauðsynleg og fer fram á netfangið sigrun@akirkja.is
15:00 Tónlistarævintýrið Lítil saga úr orgelhúsi flutt í Akureyrarkirkju. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. Ævintýrið fjallar um Sif litlu og hinar orgelpípurnar sem lenda í ýmsum hremmingum og ævintýrum.
Sunnudagur 1. maí
12.30 Orgeltónleikar fyrir alla fjölskylduna í Akureyrarkirkju. Frægustu og glæsilegustu orgelverk sögunnar ásamt lögum úr kvikmyndum sem mörg börn þekkja verða leikin. Tónleikarnir eru 30 mínútur og aðgangur er ókeypis.