Menning
Ómur þagnarinnar – „magnaðir tónleikar“
07.11.2022 kl. 17:35
Sverrir Páll sótti tónleika Kammerkórs Norðurlands um helgina og skrifar um þá fyrir Akureyri.net í dag. Kórinn, sem þekktastur er fyrir að syngja íslenska tónlist og hefur gefið út þrjá hljómdiska, brá nú undir sig öðrum fæti og flutti eingöngu ameríska tónlist.
„Nú verður hver að dæma fyrir sig og engin umsögn er öðrum réttari. Ég segi bara það sem mér finnst. Og þetta voru einstaklega magnaðir tónleikar með einstaklega magnaðri tónlist sem kórstjórinn hefur tínt saman, enda veit hann hvað hann er með í höndunum, tuttugu og tveggja manna hóp söngvara með góða menntun og mikla reynslu. Þetta allt saman skapaði ógleymanlega stund,“ skrifar Sverrir Páll meðal annars.
Smellið hér til að lesa allan pistil Sverris.