„Nýárskonfekt“ í boði í Glerárkirkju í kvöld
„Klassískt nýárskonfekt“ er yfirskrift tónleika sem Hljómsveit Akureyrar heldur í kvöld í Glerárkirkju. Eins og fram kom á Akureyri.net í gær er ókeypis inn en þó er um styrktartónleika að ræða því fólk er hvatt til frjálsra framlaga til styrktar Grófinni – Geðrækt.
Michael Jón Clarke er stjórnandi hljómsveitarinnar og hann lofar fallegum tónleikum þar sem boðið verður upp á þekkt verk úr klassíska tónlistarheiminum í bland við jazz. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.00.
Eitt af þekkustu verkunum sem flutt verða í kvöld er Nessun dorma, hin fræga aría úr lokakafla Turandot óperunni eftir Puccini. „Það er Pavarotti norðursins, Gísli Rúnar Víðisson, sem mun flytja þessa stórkostlegu aríu,“ sagði Michael í gær. „Svo erum við búin að lofa því að gestir tónleikanna fái að syngja með og það verður staðið við það. Í efnisskránni verða leiðbeiningar og texti, en það er nefnilega kafli í þessu þar sem er kór. Þarna gætu tónleikagestir komið sterkir inn, en auðvitað er það bara til gamans gert og ekkert skilyrði að taka þátt.“
Akureyri.net í gær: Viltu syngja með Pavarotti norðursins?