Fara í efni
Menning

Merkilegt framlag til íslenskrar menningar

Skugga Sveinn (Jón Gnarr) og Vilhjálmur B. Bragason (Ketill skrækur). Ljósmynd: Auðunn Níelsson.

„Uppfærsla Leikfélags Akureyrar á Skugga Sveini er frábær skemmtun og um leið merkilegt framlag til íslenskrar menningar,“ skrifar Sigurður Kristinsson, heimspekingar og prófessor við Háskólann á Akureyri í pistli dagsins – Kúrekar á fjöllum: Hugleiðingar um Skugga Svein. 

„Leikfélag Akureyrar tók djarft en spennandi skref út úr Kóvid-þokunni með frumsýningu á verkinu Skugga Sveinn [...] Það er ekki auðvelt að taka 160 ára gamalt íslenskt leikrit í þjóðlegum anda og setja það upp þannig að það hreyfi við áhorfendum á öllum aldri í því fjölbreytta menningarumhverfi sem við búum við í dag, en þetta hefur LA samt tekist af einskærri snilld.“ 

Smellið hér til að lesa pistil Sigurðar.