Fara í efni
Menning

Lygasögur Eikar og Egils í Freyvangi

Laugardaginn 14. ágúst verða útgáfutónleikar í Freyvangi. Þar munu Egill Andrason og Eik Haraldsdóttir kynna nýju plötuna sína, Lygasögur, 10 laga plötu með tónlist og textum þeirra sjálfra og allt er það á hinni ástkæru og ylhýru íslensku. Tónleikarnir hefjast klukkan 19.00.

Eik er söngkona og Egill syngur og leikur á hljómborð, en með þeim á sviði verða félagarnir Hafsteinn Davíðsson trommuleikari, Jóhann Þór Bergþórsson bassaleikari og Pétur Smári Víðisson gítarleikari, sem leika jafnframt með Agli og Eik á plötunni. Meðalaldur tónlistarfólksins er undir 20 árum en drengirnir eru allir fæddir síðla árs 2001 og Eik ári síðar.

Af augljósum ástæðum verður að takmarka fjölda tónleikagesta. Miðasala verður við innganginn. Ekki er posi á staðnum en unnt að greiða eftir ýmsum bankaleiðum eða reiðufé, eins og fram kemur í kynningu tónleikanna á Facebook. Útgáfudagur plötunnar er 15. ágúst.