Fara í efni
Menning

Lúðrasveit Akureyrar blæs afmælistóna í Hofi

Lúðrasveit Akureyrar á tónleikum um miðja síðustu öld. Ólafur Tryggvi Ólafsson, langafi Kjartans Ólafssonar sem nú leikur með hljómsveitinni, var meðal stofnenda Lúðrasveitar Akureyrar; hann fjórði frá hægri í fremri röð á myndinni að spila á alto-horn. Mynd af Facebook síðu viðburðarins.

Lúðrasveit Akureyrar heldur tónleika í Hofi á Akureyri í dag, á öðrum degi páska, í tilefni þess að 80 ár eru síðan Lúðrasveit Akureyrar lék fyrst opinberlega og að 130 ár eru síðan fyrst var stofnaður hornaflokkur á Akureyri. Tónleikarnir hefjast kl. 14.00.

Kjartan Ólafsson félagsfræðingur og hornleikari í Lúðrasveit Akureyrar skrifar grein sem birtist á Akureyri.net fyrir helgi þar sem hann segir frá tilurð sveitarinnar og forverum hennar, Hornaflokki Akureyrar og Lúðrasveitinni Heklu. Langafi Kjartans, Ólafur Tryggvi Ólafsson, var hornleikari í Heklu, sem stofnuð var 1907, og síðan einn helsti hvatamaður að stofnun Lúðrasveitar Akureyrar árið 1942 en hún lék í fyrsta skipti opinberlega á páskadag 1943, 25. apríl, sunnan undir Akureyrarkirkju. Flutti þá sálmalög og sönglög.

Nánar hér: Blásið til tónleika í tilefni stórafmæla