Menning
Liðlega þúsund börn á skólatónleikum í Hofi
19.01.2021 kl. 07:00
Liðlega þúsund börn úr 17 grunnskólum á Norðurlandi sækja skólatónleika í Hofi í vikunni, á Tónlistarfélags Akureyrar. Alls verða þar níu tónleikar. Aðalnúmerið er tónlistarævintýrið um Stúlkuna í turninum eftir Snorra Sigfús Birgisson við sögu Jónasar Hallgrímssonar. Auk þess verður leikið lagið um James Bond og Á Sprengisandi, í útsetningum Guðmundar Óla Gunnarssonar hljómsveitarstjóra. Samstarfsaðilar Tónlistarfélags Akureyrar í þessu stóra verkefni eru List fyrir alla, Menningarfélag Akureyrar og Sóknaráætlun Norðurlands eystra. Tónlistarfélag Akureyrar vill stuðla að því, eins og segir í tilkynningu frá félaginu, að æska landsins kynnist alls konar tónlist.