Fara í efni
Menning

Leitar á hugann löngu eftir að sýningu lýkur

Leikfélag Akureyrar hóf leikárið með frumsýningu á verkinu Hamingjudagar (e. Happy Days) eftir Nóbelsskáldið Samuel Beckett um síðustu helgi. Verkið verður sýnt í Hofi á föstudag og laugardag, en síðan flyst sýningin í Borgarleikhúsið.

„Hefðbundnum boðleiðum er ýtt til hliðar, ekki bara leikhúsbrellum heldur líka grunnformum á borð við söguþráð, samtöl og hreyfingar á sviði. Samt er svo merkilegt að það sem gerist – eða öllu heldur gerist ekki – á sviðinu fangar athygli áhorfandans og heldur áfram að leita sterkt á hugann löngu eftir að sýningu lýkur,“ skrifar Sigurður Kristinsson heimspekingur í umsögn um verkið á Akureyri.net í dag.

Hamingjudagar færa okkur spegil sem við getum notað til að spyrja hvort aðferðir okkar sjálfra við að lifa af í válegri veröld séu kannski eintóm afneitun og sjálfsblekking að hætti Vinníar.“

Smellið hér til að lesa pistil Sigurðar Kristinssonar.