Fara í efni
Menning

Langar þig að syngja í Kór Akureyrarkirkju?

Kór Akureyrarkirkju auglýsir eftir söngvurum fyrir spennandi starfsár. Meðal verkefna haustsins er 9. sinfónía Beethovens, þar sem Óðurinn til gleðinnar hljómar, tónlist sem flestir kannast við. Kórinn mun flytja verkið ásamt Sinfóníuhljómsveit Norðurlands; eitt merkilegasta tónverk sögunnar, eins og segir í tilkynningu frá kórnum.

Söngprufur Kórs Akureyrarkirkju verða á morgun, sunnudaginn 20. ágúst, eða eftir samkomulagi. Stjórnandinn, Þorvaldur Örn Davíðsson, tekur við skráningum og veitir allar frekar upplýsingar. Netfang hans er thorvaldurorn@akirkja.is 

„Kórinn æfir á þriðjudagskvöldum og samanstendur af um 70 söngvurum. Leiðarstef kórsins er að syngja fjölbreytta, skemmtilega og metnaðarfulla tónlist,“ segir í tilkynningu frá Kór Akureyrarkirkju.