Landsbyggðarkjaftæði eða dreifbýlistuð?
„Oft veltum við því fyrir okkur sem búum á landsbyggðinni hvar menningin eigi heima. Er lögheimili hennar á einhverjum ákveðnum stað? Og ef svo er, hvar og þá hvers vegna?“
Þannig hefst mjög áhugaverð grein sem birtist á Akureyri.net í morgun. Höfundurinn, Sverrir Páll Erlendsson fyrrverandi menntaskólakennari, er mikill áhugamaður um menningu. Hún er margvísleg en Sverrir Páll veltir m.a fyrir sér hlutverki Ríkisútvarpsins og áhuga þar á bæ á því sem gerist utan Reykjavíkur og nágrennis.
„Margt af því sem segir í þessari grein er jafnan kallað í syðri byggðum dreifbýlistuð eða landsbyggðarkjaftæði. Það er nauðvörn,“ segir Sverrir Páll.
„Ég hef notið þess að fylgjast með ungu skapandi tónlistarfólki á Akureyri undanfarin ár og gert allmargar tilraunir, ásamt fleirum, til að koma einhverjum lögum þeirra til spilunar í útvarpi ... Ég man eftir einu lagi sem komst á þriðja lagalista og heyrðist í örfá skipti. En dyrnar eru lokaðar.“
Hann segir: „Við sem búum á landsbyggðinni stöndum enn frammi fyrir því að vera lægra skrifaðir þegnar en hinir sem búa í og við Reykjavík. “
Smellið hér til að lesa grein Sverris Páls