Fara í efni
Menning

KK sló botninn í útitónleikaröð LYST

Kristján Kristjánsson – KK – fór á kostum í Lystigarðinum í gær. Myndir: Þorgeir Baldursson

Kristján Kristjánsson – KK – lék og söng fyrir tónleikagesti í Lystigarðinum síðdegis í gær. Fjöldi fólks naut góða veðursins og tónlistarinnar.

KK sló þar með botninn í útitónleikaröð sem Reynir Gretarsson, vert á veitingastaðnum LYST stóð fyrir í sumar í því skyni að safna fé til styrktar Lystigarðinum; þetta voru fjórðu og síðustu tónleikarnir. Áður komu fram hljómsveitin Lón, Una Torfa og Júlí Heiðar.

Reyni dreymir um að hægt verði að auka aðdráttarafl Lystigarðsins yfir vetrartímann. „Garðurinn er opinn allt árið og er stærsta aðdráttarafl bæjarins á sumrin að mínu mati,“ sagði Reynir í viðtali við Akureyri.net í vor þegar hann kynnti tónleikaröðina. Féð sem safnast

Hann sagði þá: „Verkefnið fyrir okkur öll, finnst mér, er að ná að lengja tímabilið, kannski með því að lýsa garðinn upp meira, moka stígana meira eða eitthvað slíkt. Ég sé fyrir mér Ljósagarð á veturna, engin tívolí stemning, heldur bara meira af fallegum ljósum og gönguleiðum. Við höfum verið að óska eftir þessu en það kemur alltaf svarið um að það vanti peninga. Þess vegna erum við að fara í þessa tónleikaseríu og safna pening fyrir garðinn.“

Villi Vandræðaskáld og Dandri hituðu upp fyrir KK í Lystigarðinum í gær.