Menning
Katrín Vinther sendir frá sér ljóðabók
24.11.2022 kl. 11:40
Ljóðabókin Eiðrofi eftir Akureyringinn Katrínu Vinther Reynisdóttur kom út nú á haustdögum. „Eiðrofi fjallar að megninu til um breyskleika tilfinningalífsins, að elska, svíkja og særa. Fjallað er um ofbeldissambönd, ljúfsár sambönd og eitruðsambönd. Náttúran og dauðinn, sem óneitanlega eru partur hvort af öðru, leita einnig á höfundinn – enda hafa bæði fyrirbærin hreyft við tilfinningum manneskjunnar,“ segir í tilkynningu.
Eiðrofi er fyrsta ljóðabók Katrínar en áður hafa birst eftir hana ljóð ís afnritum Blekfjelagsins og smásögur í smásagnasafninu Það er alltaf eitthvað.