Jólailmur – Hönnunar- og handverkshátíð í Hofi
Hönnunar- og handverkshátíðin Jólailmur verður haldin í menningarhúsinu Hofi í dag, laugardag, frá kl. 13.00 til 22.00.
„Hof er komið í jólabúninginn og fyllist húsið af yfir 25 básum með fallega hönnun og handverk og mat beint frá býli. Hægt verður að fara í jólamyndatöku og svo verður jólaleg dagskrá yfir daginn,“ segir í tilkynningu.
„Jazzbandið Elías og Dimitrius spila huggulega jólatóna kl 13:30. Barnaleiksýningin Jólaævintýri á aðventunni frá leikhópnum Hnoðra í Norðri kemur og tekur lagið kl 14:30.
Kl. 15:00 verða sungin lög frá jólatónleikunum Jólaljós og lopasokkar og kl. 15:30 verður blásarasveit fyrir utan Hof að spila falleg jólalög.
Kl 19:30 tekur Ída Irene nokkur vel valin jólalög og Jónas Þór spilar undir og kl 20:00 spila tónlistarmennirnir Jónas Þór og Arnþór falleg jólalög. Hátíðin er samstarfsverkefni á milli Rún viðburða, Kistu í Hofi og Menningarfélags Akureyrar.“