Menning
Hvanndalsbræður með tvenna tónleika í Hofi
01.10.2022 kl. 06:00
Hljómsveitin Hvanndalsbræður fagnar 20 ára afmæli með tvennum tónleikum í Hofi í kvöld, 1. október. Með hljómsveitinni kemur fram kórinn Í fínu formi, kór eldri borgara á Akureyri, og sérstakur gestur er skemmtikrafturinn Sóli Hólm.
„Hljómsveitin mun fara yfir hinn gæfuríka feril í tónum og tali, en hljómsveitin á að baki 8 hljómplötur,“ segir í tilkynningu.
„Hljómsveitin er nýkomin úr vel heppnuðum æfmælistónleika túr um landið þar sem haldnir voru tónleikar á 7 stöðum á 7 dögum víðsvegar um landið. Hljómsveitin er því í fanta formi.
Tónleikarnir hefjast kl. 19.00 og kl. 22.00
Miðasala hefur gengið vel en eitthvað er þó eftir. Smellið hér til að kaupa miða.