Fara í efni
Menning

Hulda Björg og Harpa semja til tveggja ára

Knattspyrnukonurnar Hulda Björg Hannesdóttir og Harpa Jóhannsdóttir hafa samið að nýju við Þór/KA, báðar til tveggja ára – út leiktíðina 2026. Þetta kemur fram á vef liðsins.

„Báðar hafa verið lengi hjá Þór/KA, Harpa að hefja sitt 12. tímabil í meistaraflokki og Hulda Björg sitt 10. tímabil,“ segir í tilkynningunni á vef liðsins. „Þær bætast í hóp eldri og yngri leikmanna sem hafa nú þegar endurnýjað sína samninga á undanförnum vikum. Enn og aftur er ánægjulegt að sjá heimakonurnar í Þór/KA halda tryggð við félagið og taka slaginn áfram í því metnaðarfulla starfi sem fram undan er og þeirri vegferð að vera ávallt eitt af þeim liðum sem keppir um þá titla sem í boði eru hér á landi.“

Harpa er markvörður og Hulda Björg varnarmaður. „Báðar náðu þær Harpa og Hulda Björg leikjaáföngum fyrir félagið á nýafstöðnu tímabili. Hulda Björg spilaði sinn 200. leik með meistaraflokki Þórs/KA í Keflavík 24. júlí. Í þeim leik spilaði Harpa sinn 99. leik fyrir Þór/KA og átti þar stóran þátt í 1-0 sigri liðsins.“

Nánar á vef Þórs/KA