Menning
Hugljúft í hádeginu í Akureyrarkirkju
20.02.2025 kl. 09:00

Jón Þorsteinn Reynisson og Eyþór Ingi Jónsson. Samsett mynd
Boðið verður upp á hugljúfa tónleika í Akureyrarkirkju í hádeginu á laugadaginn kemur, 22. febrúar kl. 12. Jón Þorsteinn Reynisson harmóníkuleikari og Eyþór Ingi Jónsson organisti ætla þá að spila saman, en þeir ætla að spila úrval af sínum uppáhalds verkum.
Á efnisskrá eru m.a. verk eftir Schmelzer, Rachmaninov og Piazzolla, Slá þú hjartans hörpustrengi e. J.S.Bach, Draumalandið, Nótt e. Árna Thorsteins og fleira. Miðaverð er 3.000 kr.